Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

3 sækja um bæði Strandabyggð og Bláskógabyggð

02.07.2018 - 15:39
Mynd með færslu
 Mynd: Kristrún Sigurfinnsdóttir - RÚV
Búið er að birta lista yfir umsækjendur um sveitarstjórastöðurnar í bæði Strandabyggð og Bláskógabyggð. Þrjú sækja um báðar stöðurnar. Tuttugu og fjögur sóttu um Bláskógabyggð og 13 um Strandabyggð.

Fyrst ber að telja Ármann Halldórsson, sem var á framboðslista Pírata í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum 2016 og hefur gegnt embætti skipulagsstjóra í Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Grindavík. Ármann sækir einnig um bæjarstjórastarfið á Hornafirði. Björn S. Lárusson hefur starfað hefur sem ráðgjafi og leiðsögumaður. Þá sækir Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir einnig um báðar stöðurnar en hún hefur starfað mikið í fjármálageiranum og situr í nokkrum stjórnum – er meðal annars stjórnarformaður Listaháskólans og situr í fjármálaráði.

Meðal umsækjenda um sveitarstjórastarfið í Bláskógabyggð er Ásta Stefánsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri Árborgar, Drífa Kristjánsdóttir fyrrverandi oddviti sveitarstjórnar í Bláskógabyggð, Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og Valdimar Leó Friðriksson fyrrverandi alþingismaður. Gísli Halldór sækir einnig um bæjarstjórastarfið á Hornafirði.

Þá sóttu 19 manns um starf bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Í tilkynningu frá Róberti Ragnarssyni starfandi bæjarstjóra kemur fram að bæjarstjórn vinni úr umsóknunum í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Hagvang og verða nöfn umsækjenda birt í lok þessarar viku.

Umsækjendur um starf sveitarstjóra í Strandabyggð:

Ármann Halldórsson
Björn Sigurður Lárusson
Fanney Skúladóttir
Finnur Ólafsson
Guðný Maríanna Þorsteinsdóttir
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
Ingimundur Einar Grétarsson
Kristinn Pétursson
Linda Björk Hávarðardóttir
María Maack
Steingrímur Hólmsteinsson
Þorbjörg Friðriksdóttir
Þorgeir Pálsson

Umsækjendur um starf sveitarstjóra í Bláskógabyggð:

Anna Gréta Ólafsdóttir
Ármann Halldórsson
Ásta Stefánsdóttir
Baldur Þ. Guðmundsson
Bjarni Daníel Daníelsson
Bjarni Jónsson
Björn S. Lárusson
Daníel Hafsteinsson
Drífa Kristjánsdóttir
Fanney Skúladóttir
Garðar Lárusson
Gísli Halldór Halldórsson
Gunnar Björnsson
Gunnólfur Lárusson
Hermann Ottósson
Hjördís D. Vilhjálmsdóttir
Jóhannes H. Símonarson
Jón Bjarni Gunnarsson
Kristófer A. Tómasson
Linda B. Hávarðardóttir
Rakel G. Brandt
Stefanía G. Kristinsdóttir
Steingrímur Hólmsteinsson
Valdimar Leó Friðriksson

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV