Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

2,9 prósent án vinnu

22.11.2018 - 10:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Atvinnuleysi var 2,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Það er öllu minna en á sama tíma í fyrra þegar atvinnuleysi mældist 3,7 prósent. Þetta er aðeins í annað skiptið á áratug sem atvinnuleysi mælist undir þremur prósentum í október, fyrra skiptið var fyrir tveimur árum þegar atvinnuleysi mældist 2,7 prósent.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókninni eru 204.700 manns á vinnumarkaði og hefur fjölgað um 3.900 milli ára. 

Launavísitalan hefur hækkað um 6,2 prósent síðustu tólf mánuði og kaupmáttur hefur aukist um 3,2 prósent á þeim tíma.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV