Icelandair hefur fellt niður 28 ferðir til og frá Evrópu og Bandaríkjanna í kvöld og á morgun vegna vondrar veðurspár. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, segir spánna vera þess eðlis að hún muni valda miklum truflunum í flugi - spáð sé miklum vindi og úrkomu.