Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

28 ferðir felldar niður vegna veðurs

18.01.2015 - 21:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Icelandair hefur fellt niður 28 ferðir til og frá Evrópu og Bandaríkjanna í kvöld og á morgun vegna vondrar veðurspár. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, segir spánna vera þess eðlis að hún muni valda miklum truflunum í flugi - spáð sé miklum vindi og úrkomu.

Guðjón segist hafa það á tilfinningunni að óvenju mikið hafi verið um truflanir og seinkanir í vetur.  Hægt er að nálgast upplýsingar um ferðirnar á vef Icelandair. 

Birgir Jónsson, aðstoðarforstjóri Wow Air segir við fréttastofu að þeir hafi seinkað tveimur ferðum til Parísar og London sem áttu að fara í fyrramálið til hádegis - það velti auðvitað síðan á veðrinu hvort sú áætlun gangi upp.

Veðurstofan varar við stormi suðvestanlands í nótt. Reikna má með snörpum vindhviðum, skafrenningi og slæmu skyggni suðvestan til seint í kvöld og í nótt. Vindur stendur að suðaustan og verður 13 til 20 metrar á sekúndu í kvöld en 20 til 25 metrar á sekúndu í nótt. Heldur hægir á morgun.