28 létu lífið í tveimur bílslysum í Egyptalandi í dag. 22 dóu þegar rútukálfur fullur af verkafólki lenti í árekstri við vörubíl í borginni Port Said við Súesskurðinn. Tildrög og orsakir slyssins liggja ekki fyrir en í dagblaðinu al-Shorouk er fullyrt að vörubílnum hafi verið ekið á smárútuna með þeim afleiðingum að hún tókst á loft og valt. Í smárútunni var starfsfólk fataverksmiðju á heimleið þegar slysið varð.