Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

28 dóu í tveimur bílslysum í Egyptalandi

29.12.2019 - 00:35
Mynd með færslu
 Mynd: epa
28 létu lífið í tveimur bílslysum í Egyptalandi í dag. 22 dóu þegar rútukálfur fullur af verkafólki lenti í árekstri við vörubíl í borginni Port Said við Súesskurðinn. Tildrög og orsakir slyssins liggja ekki fyrir en í dagblaðinu al-Shorouk er fullyrt að vörubílnum hafi verið ekið á smárútuna með þeim afleiðingum að hún tókst á loft og valt. Í smárútunni var starfsfólk fataverksmiðju á heimleið þegar slysið varð.

Nokkrum klukkustundum fyrr lentu tvær rútur og vöruflutningabíll í árekstri austur af Kaíró. Í rútunum var ferðafólk á leiðinni til bæjarins Ain Sokhna við Rauða hafið. Sex dóu í því slysi; tvær malasískar konur, indverskur karlmaður og þrír Egypta. 24 til viðbótar slösuðust. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV