Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

22% vilja forseta sem málsvara kristinna gilda

19.06.2016 - 10:02
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Um þrír af hverjum fjórum eru ósammála því að forseti Íslands eigi að hafa kristin gildi í fyrirrúmi og vera málsvari þeirra.

Í kosningaprófi RÚV gefa svarendur upp afstöðu sína til 25 fullyrðinga um forsetaembættið og hlutverk þess. 

Fullyrðing #12 hljómar svo: „Forsetinn á að hafa kristin gildi í fyrirrúmi og vera málsvari þeirra“. 8600 hafa tekið afstöðu. 73% þeirra eru ósammála fullyrðingunni en 22% sammála. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Taka ber fram að ekki er um vísindalega könnun að ræða og kosningaprófið er fyrst og fremst til gamans gert. Prófið er hægt að taka hér, skoða svör hvers frambjóðanda og hvaða sýn þeir hafa á embættið.