Í Hallaromsstaðaskóla er boðið upp á nám í skapandi sjálfbærni. „Þetta fellur fullkomlega að því námi,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari. „Í náminu leggjum við áherslu á sjálfbærni, efnisþekkingu, handverk og svo sköpun. Og þá sköpun í sem víðustu formi.“
Eyjólfur segir að það sé ákveðin tegund af sjálfbærni að taka ábyrgð á eigin skemmtun og afþreyingu. „Að vera ekki alltaf neitandi heldur sækja í efnivið sem er þegar til staðar og búa til eitthvað nýtt úr honum.“ Hann segir langspilið tilvalið hljóðfæri til að leika sér með. Það sé auðvelt að læra á það og auðvelt að ná fram hljómi sem hægt er að syngja við.
Landinn kynntist töfrum langspilsins í Hallormsstaðaskóla.