Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mbappe hvergi sjáanlegur á æfingu Frakka

epa10348347 Kylian Mbappe of France celebrates scoring the 3-0 goal during the FIFA World Cup 2022 round of 16 soccer match between France and Poland at Al Thumama Stadium in Doha, Qatar, 04 December 2022.  EPA-EFE/Abedin Taherkenareh
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Mbappe hvergi sjáanlegur á æfingu Frakka

06.12.2022 - 16:23
Stórstjarnan Kylian Mbappe tók ekki þátt í æfingu franska landsliðsins rétt í þessu. Liðið undirbýr sig af krafti fyrir viðureign gegn Englendingum á laugardagskvöld.

Mbappe er markahæsti leikmaður mótsins með fimm mörk, en næstu menn hafa skorað þrjú. Skoraði hann tvö glæsileg mörk er hann lék á als oddi í 3-1 sigri Frakka gegn Pólverjum í 16 liða úrslitum.

Í gær rauf framherjinn knái þögn sína á mótinu, en hann hafði þar til þá ekki rætt við fjölmiðlamenn. Meðal annars mætti hann ekki í viðtal eftir að hafa hlotið viðurkenningu sem maður leiksins í tveimur leikjum í riðlakeppni mótsins. Var hann einnig valinn maður leiksins gegn Pólverjum og ræddi því við fjölmiðla.

Sagðist hann vilja vera fulla einbeitingu á leikjum Frakka á mótinu í stað þess að ræða við fjölmiðla. Líklegt þykir að Frakkar verði sektaðir fyrir fjarveru Mbappe í viðtölum hingað til, en Mbappe hefur sagst ætla greiða sektina sjálfur.

Enn sem komið er er óvíst hver ástæðan fyrir fjarveru Mbappe er.

Uppfært 16:35

Talið er að Mbappe sé í endurheimt og meðhöndlun hjá teymi liðsins vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann á mótinu.