Það var í stöðunni 16-3 fyrir New Orleans Saints undir lok fjórða og síðasta leikhlutans sem að stuðningsmenn Tampa Bay liðsins hófu að yfirgefa völlinn í stórum stíl. Þeir stuðningsmenn hafa þó líklega gleymt því hver leikstjórnandi liðsins væri, sjálfur sjöfaldi Ofurskálar meistarinn, Tom Brady.
Brady átti sérlega öflugar síðustu 3 mínútur leiksins þar sem liðinu tókst að skora tvö snertimörk og þar á meðal eitt þegar einungis örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Tampa Bay, sem sigraði leikinn um Ofurskálina 2021 vann leikinn að lokum 17-16.
With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP
— NFL (@NFL) December 6, 2022
Það hefur tíðkast upp á síðkastið, sérstaklega í amerískri umræðu, að tala um íþróttamenn sem „geitur“ og er það tilvísun í enska heiti dýrsins sem er goat. Goat ber nefninlega dýpri merkingu í umræðunni eða „Greatest Of All Time.“
LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta, fór á Twitter eftir endurkomu gærkvöldsins og birti færslu þar sem einfaldlega stóð bara „TB12“ sem er skammstöfun og númer Tom Brady og einnig setti hann stutt myndband með einmitt, geit.
TB12 pic.twitter.com/aKcYaMqyyg
— LeBron James (@KingJames) December 6, 2022
Það má því færa rök fyrir því að LeBron James, sem sjálfur hefur oft verið sagður geit í sinni íþrótt, þyki Tom Brady besti NFL leikmaður allra tíma. LeBron hefur sjálfur unnið NBA meistaratitilinn fjórum sinnum.