Fyrir leikinn
Brasilía var búið að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin eftir sigur í báðum sínum leikjum fram að þessu í riðlakeppninni og sátu efstir með sex stig. Kamerún var með eitt stig eftir 3-3 jafntefli við Serbíu og þurfti nauðsynlega að vinna þennan leik og treysta á að úrslitin í leik Sviss og Serbíu yrðu þeim hagstæð.
Fyrri hálfleikur tíðindalítill
Brasilía hvíldi stóran hlut lykilmanna sinna í þessum leik og því má segja að B-liðið hafi verið mætt hér til að takast á við Kamerún. Leikurinn var frekar tíðindalítill en hér að neðan má sjá það helsta sem átti sér stað fyrstu 45. mínútur leiksins.
Staðan er markalaus í leik Kamerún og Brasilíu, sjáið hér það helsta úr fyrri hálfleiknum. pic.twitter.com/xhKMe0u46w
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022
Staðan markalaus í hálfleik og eins og staðan var í viðureign Sviss og Serbíu á þeim tíma þá átti Kamerún ekki möguleika á áframhaldandi þátttöku á mótinu.
Seinni hálfleikur
Kamerún kom ákveðið til seinni hluta leiksins og var meira með boltann og áttu sín færi. Brasilía ætti hinsvegar gott færi á 57. mínútu er Bremer fékk boltann til sín eftir hornspyrnu og átti góðan skalla í átt að marki. Bremar var byrjaður að fagna marki er boltinn var varinn rétt áður en hann fór inn í mark Kamerún.