Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kamerún vann Brasilíu en er úr leik á HM

epa10345372 Players of Cameroon celebrate the 1-0 goal by Vincent Aboubaker during the FIFA World Cup 2022 group G soccer match between Cameroon and Brazil at Lusail Stadium in Lusail, Qatar, 02 December 2022.  EPA-EFE/Ali Haider
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Kamerún vann Brasilíu en er úr leik á HM

02.12.2022 - 21:23
Síðustu leikir í riðlakeppni HM í Katar fóru fram í kvöld með tveimur leikjum í G-riðli. Brasilía voru búnir að tryggja sig áfram fyrir leiki kvöldsins úr riðlinum en hin þrjú liðin áttu öll tækifæri á að fylgja þeim upp í 16-liða úrslitin. Viðureign Kamerún og Brasilíu var tíðindalítil í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en í uppbótartíma að Kamerún skoraði mark sem tryggði þeim sigur í þessari viðureign.

Fyrir leikinn

Brasilía var búið að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin eftir sigur í báðum sínum leikjum fram að þessu í riðlakeppninni og sátu efstir með sex stig. Kamerún var með eitt stig eftir 3-3 jafntefli við Serbíu og þurfti nauðsynlega að vinna þennan leik og treysta á að úrslitin í leik Sviss og Serbíu yrðu þeim hagstæð.

Fyrri hálfleikur tíðindalítill

Brasilía hvíldi stóran hlut lykilmanna sinna í þessum leik og því má segja að B-liðið hafi verið mætt hér til að takast á við Kamerún. Leikurinn var frekar tíðindalítill en hér að neðan má sjá það helsta sem átti sér stað fyrstu 45. mínútur leiksins.

Staðan markalaus í hálfleik og eins og staðan var í viðureign Sviss og Serbíu á þeim tíma þá átti Kamerún ekki möguleika á áframhaldandi þátttöku á mótinu.

Seinni hálfleikur

Kamerún kom ákveðið til seinni hluta leiksins og var meira með boltann og áttu sín færi. Brasilía ætti hinsvegar gott færi á 57. mínútu er Bremer fékk boltann til sín eftir hornspyrnu og átti góðan skalla í átt að marki. Bremar var byrjaður að fagna marki er boltinn var varinn rétt áður en hann fór inn í mark Kamerún. 

epa10333897 Vincent Aboubakar (2-L) of Cameroon celebrates after scoring his team's second goal during the FIFA World Cup 2022 group G soccer match between Cameroon and Serbia at Al Janoub Stadium in Al Wakrah, Qatar, 28 November 2022.  EPA-EFE/Tolga Bozoglu
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Devis Epassy markvörður Kamerún í baráttu um boltann í leiknum

Það var svo á þriðju mínútu uppbótartíma að Kamerún náði að skora mark en þar var að verki Vincent Aboubakar eftir góða sendingu frá Jerome Ngom Mbekeli.  Aboubakar fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir fagnaðarlætin eftir markið.

Bruno Guimaraes leikmaður Brasilíu átti svo gullið tækifæri á marki er skot hans sleikti stöngina þegar leiktíminn var við að líða undir lok.

Þrátt fyrir sigur þá er Kamerún úr leik á HM þar sem Sviss vann Serbíu og endar í öðru sæti riðilsins og kemst þar með áfram með Brasilíu í 16-liða úrslitin.

Brasilía mun mæta Suður-Kóreu í 16-liða úrslitunum mánudaginn 5. desember kl. 19:00