Kengúrurnar að skrifa söguna
Ástralska karlalandsliðið er jafnan kallað fótboltakengúrurnar (e. Socceroos) en liðið er nú sínu sjötta heimsmeistaramóti. Til eru frægar sögur af för þeirra á HM 1974 í Þýskalandi þar sem liðið komst þó ekki upp úr riðlinum, né komst það á blað.
Frá 1978 til 2002 tóku Ástralar ekki þátt en á þeim tíma spiluðu þeir í undankeppni í Eyjaálfu. Þá fóru sigurvegararnir úr Eyjaálfu í erfitt umspil við Suður Ameríkuþjóð. Sigruðu Ástralar lið Úrúgvæja í umspili um sæti á HM 2006 í Þýskalandi. Liðið fór upp úr riðlinum eftir fræknar frammistöðu en datt úr gegn verðandi heimsmeisturum Ítala eftir 1-0 tap.
Þá fluttist liðið yfir í Asíska knattspyrnusambandið og keppti því í þeirri undankeppni. Virðist sú breyting hafa heppnast ansi vel en Ástralía hefur leikið á síðustu fimm mótum.
Árangurinn hefur þó ekki verið upp á marga fiska en liðið hefur ítrekað dottið út í riðlakeppninni, þar til nú.
Lítt þekkt lið - en þetta er helst
Á þessum árum þekktu knattspyrnuaðdáendur nöfn í liðinu. Harry Kewell, Mark Viduka, Lucas Neill og Tim Cahill voru allt leikmenn sem spiluðu við góðan orðstír í ensku úrvalsdeildinni.
Áðurnefndur Ryan situr sem fastast milli stanganna en helstu hetjur Ástrala á HM hingað til hafa verið þeir Souttar, Leckie, Irvine og Leckie.
Mathew Leckie skoraði sigurmark þeirra í kvöld en sá átti farsælan tíu ára feril í þýsku úrvalsdeildinni. Lék hann með Borussia Moenchengladbach, FSV Frankfurt, Ingolstadt og loks Herthu Berlin áður en hann sneri aftur til heimahaganna. Nú er hann ein aðalstjarna Melbourne City í efstu deild Ástralíu, A League.
Leckie vakti athygli fyrir frammistöðu sína á HM í Brasilíu 2014 og er með leikreyndar leikmönnum Ástrala, með 14 landsliðsmörk í 76 leikjum.
Hafði hann þá þegar skrifað undir samning við lið Ingolstadt í næstefstu deild í Þýskalandi, en kveðst ekki hafa séð eftir vistaskiptunum.