„Það er allt svo óljóst ennþá. Meðan menn eru að talast við þá er alltaf von,“ sagði Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar.
„Við erum jákvæðir við borðið, þurfum að taka þennan fund í dag og sjá hvert það leiðir okkur. VIð mætum til þess að vinna. Það er verið að ræða ýmis atriði en ekkert hægt að segja frá neinu og ekkert fast í hendi,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti Alþýðyusambands Íslands.