Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Táknmálstúlkaðar kvöldfréttir

28.11.2022 - 18:50
Framlög til heilbrigðis- og löggæslumála verði aukin um tæpa fimmtán milljarða á næsta ári samkvæmt breytingatillögu fjármálaráðherra við fjárlagafrumvarpið. Útgjöld ríkissjóðs aukast alls um fimmtíu milljarða.

Óánægja með misskiptingu var undirkraumandi í Kína og því þurfa mótmæli gegn stjórnvöldum ekki að koma á óvart, að mati austur-Asíufræðings. Fregnir hafa borist af því að mótmælendur hafi verið handteknir í nótt. 

Stjórnvöld í Úkraínu segja linnulausar árásir Rússa á orkuinnviði vera þjóðarmorð. Ullarflíkur frá Íslandi glöddu fólk í þorpi utan við Kyiv. Þar er hitinn um frostmark á nóttunni og húshitun víða mjög skert. 

Netmánudagur er í dag, síðasti afsláttardagurinn í aðdraganda jóla. Ein verslunin afgreiðir fimm þúsund pantanir sem bárust síðustu daga. 

Járnbrautarteinar frá stríðsárunum  fundust við framkvæmdir sem standa yfir í jaðri Öskjuhlíðar í Reykjavík. Sýnishorn verður sent á Árbæjarsafnið. Árvökull íbúi benti á teinana.
 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV