Suður-Kórea réði ferðinni fyrstu 20 mínúturnar og á meðan lágu Ganverjar þolinmóðir til baka. Eftir þann tíma færði Gana sig framar á völlinn og Jordan Ayew átti tvær frábærar fyrirgjafir sem skilaði þeim 2-0 forystu í hálfleik. Mohammed Salisu kom Gana yfir áður en Mohammed Kudus jók forskotið í 2-0.
Í seinni hálfleiknum lifnaði hins vegar yfir Suður-Kóreu sem lét fyrirgjöfunum rigna inn á teig Gana. Cho Gue-sung skoraði tvö falleg skallamörk á stuttum kafla og jafnaði metin fyrir Suður-Kóreu í 2-2. Kudus skoraði hins vegar sigurmark leiksins fyrir Gana á 68. mínútu, 3-2. Suður-Kóreumenn dældu fyrirgjöfunum áfram inn á teig Ganverja þó það sem eftir lifði leiks án þess að skora. Paulo Bento þjálfari Kóreumanna fékk rautt spjald svo eftir leik í kjölfar orðaskipta við Anthony Taylor dómara, en Suður-Kórea taldi sig eiga að fá hornspyrnu þegar dómarinn flautaði leikinn af.
Gana hefur þrjú stig og mætir Úrúgvæ í lokaumferð H-riðils. Suður-Kórea sem hefur eitt stig mætir Portúgal í lokaumferðinni.