Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Talsverð úrkoma á Austurlandi í kvöld

26.11.2022 - 08:03
epaselect epa07142852 A view of rain clouds over the sky of San Sebastian, Basque Country, northern Spain, 05 November 2018. The region is under 'yellow alert' due to strong winds and danger of sailing due to big waves of over 3.5 meters.  EPA-EFE/Javier Etxezarreta
 Mynd: epa
Það verður stíf austanátt í dag og rigning eða súld. Hiti verður frá tveimur upp í átta stig. Eftir hádegi lægir og styttir upp suðvestanlands. Í kvöld má búast við talsverðri úrkomu á Austurlandi.

Vindur snýst í norðanátt, átta til átján metra, á morgun. Það verður rigning með köflum og hvassast norðvestan- og vestanlands. 

Úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi en það vottar fyrir smá vætu þar seint á morgun. Hiti breytist lítið. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV