Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum á þessu heimsmeistaramóti og voru því án stiga fyrir leik dagsins. Sigur í þessum leik gæti opnað á möguleik á sæti í milliriðli mótsins.
Senegal komst yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik er Boulaye Dia skoraði mark Senegal eftir að hafa fengið smá aðstoð frá leikmanni Katar.
Senegal er komið af stað - mark er Boulaye Dia skorar fyrir Senegal og staðan er 1-0 pic.twitter.com/4bRXMCfieJ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Annað mark Senegal kom þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik er Famara Diedhiou skoraði.
Senegal er komið í 2-0 - það er Famara Diedhiou er skorar annað mark Senegal á 47 mínútu pic.twitter.com/FgxBNxl0LX
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Katar átti ekki skot að marki í opnunarleik sínum á móti Ekvador. Það leit lengi út fyrir að slíkt yrði einnig fyrir að fara í þessum leik. Katar átti ekki mörg skot að marki Senegal en á 78 mínútu leiksins skoraði Mohammed Muntari fyrsta mark heimamanna á heimsmeistaramótinu.
Katar nær að setja mark í leikinn er Mohammed Muntari skorar fyrsta mark Katar á HM pic.twitter.com/8LWQfDwAa6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 25, 2022
Senegal var alls ekki hætt að skora mörk í þessum leik því að á 83 mínútu skoraði Bamba Dieng þriðja mark Senegal og tryggði þeim sigurinn. Lokaniðurstaðan 3-1 fyrir Senegal sem fær stigin þrjú og fer upp í þriðja sæti riðilsins með jafn mörg stig og Holland og Ekvador sem mætast í leik í dag.
Næsta viðureign Senegal er á móti Ekvador þriðjudaginn 29. nóvember og sama dag tekur Holland á móti Katar.