Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Senegal sigraði heimalið Katar á HM

epa10327740 Bamba Dieng (C) of Sengal celebrates with  teammates after scoring the team's third goal uring the FIFA World Cup 2022 group A soccer match between Qatar and Senegal at Al Thumama Stadium in Doha, Qatar, 25 November 2022.  EPA-EFE/Noushad Thekkayil
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Senegal sigraði heimalið Katar á HM

25.11.2022 - 12:10
Annar leikur dagsins var leikur Katar og Senegal en liðin eru í A-riðli mótsins. Katar tapaði opnunarleiknum er liðið tók á móti Ekvador og Senegal tapaði einnig leik sínum í fyrstu umferð á móti Hollandi. Senegal lagði Katar 3-1 í þessum leik og eru því komnir með þrjú stig eins og Holland og Ekvador sem mætast í dag kl. 16:00.

Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum á þessu heimsmeistaramóti og voru því án stiga fyrir leik dagsins. Sigur í þessum leik gæti opnað á möguleik á sæti í milliriðli mótsins.

Senegal komst yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik er Boulaye Dia skoraði mark Senegal eftir að hafa fengið smá aðstoð frá leikmanni Katar.

 Annað mark Senegal kom þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik er Famara Diedhiou skoraði.

Katar átti ekki skot að marki í opnunarleik sínum á móti Ekvador. Það leit lengi út fyrir að slíkt yrði einnig fyrir að fara í þessum leik. Katar átti ekki mörg skot að marki Senegal en á 78 mínútu leiksins skoraði Mohammed Muntari fyrsta mark heimamanna á heimsmeistaramótinu. 

Senegal var alls ekki hætt að skora mörk í þessum leik því að á 83 mínútu skoraði Bamba Dieng þriðja mark Senegal og tryggði þeim sigurinn. Lokaniðurstaðan 3-1 fyrir Senegal sem fær stigin þrjú og fer upp í þriðja sæti riðilsins með jafn mörg stig og Holland og Ekvador sem mætast í leik í dag.

Næsta viðureign Senegal er á móti Ekvador þriðjudaginn 29. nóvember og sama dag tekur Holland á móti Katar.