Eftirtektarverður skjálfti í Öræfajökli

25.11.2022 - 11:30
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni þrír, sem varð í Öræfajökli á miðvikudagsmorgun, er eftirtektarverður, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði. Óvenjulegt sé að skjálftar í Öræfajökli finnist í byggð.

Þetta er stærsti skjálfti í jöklinum frá 2018. Ekki er þó hægt að túlka þennan skjálfta einan og sér sem merki um mögulegt eldgos, að sögn Magnúsar. Landris mælist ekki á GPS-mælum og innskotsvirkni er ekki að sjá.

Magnús Tumi segir að vísindamenn fylgist grannt með áframhaldinu. 

 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV