Portúgal vann Gana í fjörugum leik á HM í Katar

epa10325602 Cristiano Ronaldo (C) of Portugal celebrates scoring the opening goal from the penalty spot during the FIFA World Cup 2022 group H soccer match between Portugal and Ghana at Stadium 947 in Doha, Qatar, 24 November 2022.  EPA-EFE/Noushad Thekkayil
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Portúgal vann Gana í fjörugum leik á HM í Katar

24.11.2022 - 15:25
Portúgal og Gana hófu sína vegferð á HM í dag í afar fjörugum og skemmtilegum leik. Ronaldo byrjaði inn á með landsliði Portúgal hér í dag í draumabyrjun í upphafsleiknum. Portúgal sigraði leikinn 3-2 þar sem Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og var svo tekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Daufur fyrri hálfleikur

Í fyrri hálfleik leit allt út eins og þetta yrði enn einn markalausi leikurinn á HM en það voru góð færi sem bæði lið fengu til að setja mark sitt á hann í fyrri hálfleik. Inn vildi boltinn ekki en Ronaldo átti besta færi Portúgala í fyrri hálfleik en dómarinn taldi að Ronaldo hefði brotið á leikmanni Gana í aðdraganda marksins og því var markið dæmt af.

Staðan í hálfleik var markalaus en seinni hálfleikur bauð upp á markaveislu.

Fimm mörk skoruð í seinni hálfleik

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik var seinni hálfleikur þvílík veisla þar sem mörkin komu á færibændi.

Hver annar en Ronaldo kemur inn í byrjunarliðið, eftir allt sem á undan hefur gengið með félagslið hans Manchester United, fær vítaspyrnu, setur hann snyrtilega í markið og skorar sitt fyrsta mark. Fyrsta mark Portúgala á HM í Katar.

Gana ætlaði svo sannarlega ekki að fleygja inn handklæðinu strax og voru bara fljótir að svara með jöfnunarmarki er leikmaður númer 10 hjá Gana Andre Ayew skoraði mark Gana.

Það liðu ekki nema fimm mínútur þangaði til Portúgal skoraði sitt annað mark er Joao Felix skoraði eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.

Portúgal vildi sannarlega leggja ýmislegt á sig til að ná góðum úrslitum í þessum leik. Tveimur mínútum eftir annað mark sitt þá leggja þeir upp þriðja markið og það er Rafael Leao sem skorar og aftur var það Bruno Fernandes sem átti stoðsendinguna.

Þrátt fyrir reynslu - og agaleysi Gana þá var gleði og barátta sem einkenndi liðið. Gana var vel inn í leiknum á þessum tímapunkti og skemmtanagleði þeirra gladdi marga. Gana skorar sitt annað mark þegar rétt um mínúta var eftir af venjulegum leiktíma og seti talsverða pressu á lið Portúgala. Það var Osman Bukari sem skoraði mark Gana.

Eftir annað mark Gana var um átta mínútum bætt við leiktímann og það fór um aðdáendur Portúgals. Gana var aðgangsharðari aðilinn á þessum mínútum og áttu tvö dauðafæri til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan sigur Portúgals 3-2.

Portúgal tekur næst á móti Úrúgvæ í annarri umferð riðlakeppninnar mánudaginn 28. nóvember kl. 19:00. Gana mætir sama dag liði Suður-Kóreu kl. 13:00.