Markalaust í leik Úrúgvæ og Suður-Kóreu

epa10325197 Heungmin Son of South Korea takes a shot on goal in front of Federico Valverde of Uruguay during the FIFA World Cup 2022 group H soccer match between Uruguay and South Korea at Education City Stadium in Doha, Qatar, 24 November 2022.  EPA-EFE/Ali Haider
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Markalaust í leik Úrúgvæ og Suður-Kóreu

24.11.2022 - 12:25
Annar leikur dagsins á HM í fótbolta í Katar var ekki af verri endanum en þar mættust Úrúgvæ og Suður-Kórea í H-riðli. Úrúgvæ varð fyrst allra þjóða heimsmeistarar árið 1930, þeir fengu verðugt verkefni í fyrsta leik þegar Heung-min Son og félagar í Suður-Kóreu mættu til leiks. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Þetta var fjórði markalausi leikurinn það sem af er heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Liðin leika í H-riðli keppninnar ásamt Gana og Portúgal sem einnig spila sína leiki í dag.

Leikurinn var bráðfjörugur og mikið um færi á báða bóga en allt kom fyrir ekki, inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því markalaust jafntefli. 

Besta færi Suður-Kóreu í leiknum kom á 34. mínútu leiksins er gott skot frá Hwang Ui hitti ekki rammann.

Besta færi Úrúgvæ í þessum leik kom svo rétt fyrir lok fyrri hálfleiks er Diego Godín átti góðan skalla en inn vildi boltinn ekki er hann fór í stöngina.