Fæddist í Kamerún en skoraði sigurmarkið fyrir Sviss

epa10324539 Breel Embolo of Switzerland celebrates scoring the 1-0 with Remo Freuler (C) during the FIFA World Cup 2022 group G soccer match between Switzerland and Cameroon at Al Janoub Stadium in Al Wakrah, Qatar, 24 November 2022.  EPA-EFE/Noushad Thekkayil
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Fæddist í Kamerún en skoraði sigurmarkið fyrir Sviss

24.11.2022 - 09:13
Fyrsti leikur dagsins á HM í fótbolta í Katar var þegar Sviss mætti Kamerún í fyrsta leik G-riðils þar sem Brasilía og Serbía leika einnig. Sviss hefur dottið út í 16-liða úrslitum á síðustu tveimur heimsmeistaramótum en Kamerún var ekki með á HM í Rússlandi 2018. Eitt mark skildi liðin að en það var Breel Embolo sem skoraði það fyrir Sviss, hans saga er áhugaverð

Leikurinn var fremur tíðindalítill í fyrri hálfleik en í seinni hálfleiknum fór hlutirnir að gerast. Sviss fór að þjarma að marki Kamerún og brutu ísinn loksins á 48. mínútu leiksins og þar var að verki Breel Embolo.

 Embolo, framherji Sviss, er fæddur og bjó fyrstu ár ævi sinnar í Kamerún. Hann ákvað því að fagna markinu ekki af virðingu við sína þjóð. Foreldrar Embolo koma báðir frá Kamerún en hann fluttist til Basel í Sviss fimm ára gamall og fékk ríkisborgararétt árið 2014. 

Næsti leikur í G-riðlinum, sem þykir einn sá erfiðasti á mótinu, er Brasilía - Serbía klukkan 19:00 á RÚV2.