Mannskæð skotárás í Walmart í Virginíu

epa08548268 A Walmart shopper wears a mask as protection against the coronavirus as she exits a Walmart Supercenter in Fairfax, Virginia, USA, 15 July 2020. The retailer announced it will require customers nationwide to wear face masks inside their stores beginning 20 July to help stem the spread of COVID-19.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: epa
Allt að níu létu lífið þegar maður vopnaður byssu réðst til atlögu við gesti og gangandi í stórmarkaði Walmart-verslunarkeðjunnar í borginni Chesapeake í Virginíuríki í Bandaríkjunum um tíuleytið í gærkvöld að staðartíma.

Á vef Washington Post er haft eftir yfirvöldum að ekki sé vitað með vissu hve mörg hafi fallið fyrir hendi morðingjans. Þau séu þó að líkindum „færri en tíu“ , en nokkur til viðbótar hafi særst.

Hermt er að árásarmaðurinn sé á meðal hinna látnu, en lögregla hafi ekki hleypt af skoti.