Pattstaða í deilu Serbíu og Kósóvó

epa10310089 Serbian President Aleksandar Vucic attends the Norway - Western Balkans Renewable Energy Conference in Belgrade, Serbia, 17 November 2022.  EPA-EFE/ANDREJ CUKIC
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Samningamönnum Evrópusambandsins tókst ekki í gær að lægja öldurnar í alvarlegri deilu um notkun serbenskra skráningarnúmera bifreiða í Kósóvó. Málið er sagt í pattstöðu vegna afstöðu Kósóvómanna, sem segja deiluna rista dýpra.

Óttast er að deilan kunni að valda miklum usla um Balkanskagann allan. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fundaði í Brussel með Aleksandar Vucic Serbíuforseta og Albin Kurti, forsætisráðherra Kósóvó.

Borrell segir þann síðarnefnda ekki hafa viljað fallast á málamiðlunartillögu Evrópusambandsins og að hann hyggist greina fulltrúum Evrópusambandsríkja frá vanvirðingu Kurtis fyrir alþjóðlegum skuldbindingum.

„Þetta sendir afar neikvæð pólítísk skilaboð,“ segir Borrell. Kurti segir hins vegar að sjónarhorn Evrópusambandsins hafi verið of þröngt. „Við getum ekki rætt við leiðtoga sem tala bara um númeraplötur, en ekki eðlileg samskipti tveggja sjálfstæðra ríkja,“ sagði hann.

Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði Kósóvó 

Stjórnvöld í Pristína ætlast til að þúsundir Serba búsettir í Kósóvó skipti á næstu mánuðum serbneskum skráningarnúmerum bíla sinna út fyrir þarlend.

Undirrót spennunnar er sú staðreynd að serbnesk stjórnvöld viðurkenna ekki sjálfstæðisyfirlýsingu Kósóvó frá 2008 og hvetja Serba búsetta þar til hollustu við Serbíu. Evrópusambandið vill koma á eðlilegum samskiptum ríkjanna og afstýra þannig alvarlegum ögrunartilburðum milli þeirra. 

Borrell kveðst hafa beðið Kurti að fresta gildistöku reglnanna og Vucic um að láta af útgáfu númeraplatna fyrir serbneska íbúa Kósóvó þar til diplómatísk lausn næst.

Hann kveðst ekki úrkula vonar um það en segir samningaviðræður snúnari vofi ógn um valdbeitingu yfir.

Bandarísk stjórnvöld og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segja brýnt að finna lausn og koma þannig í veg fyrir að upp úr sjóði milli Serbíu og Kósóvó. 

epa08249548 Prime minister of the Republic of Kosovo Albin Kurti gestures during an extraordinary press conference in Pristina, Kosovo, 26 February 2020. The Prime Minister of the Republic of Kosovo, Albin Kurti, through an official letter informed the Speaker of the Assembly of the Republic of Kosovo on the constitutional implications of the exchange of letters dated April 19, 2013 between the then Prime Minister Hashim Thaci and the then Secretary General of NATO, Anders Fogh Rasmussen. Through this agreement, Prime Minister Thaci, on behalf of the Republic of Kosovo, transferred to KFOR the absolute veto power over all future Kosovo Security Force (KSF) missions in the north of Kosovo for an unenforceable period.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA-EFE - EPA