Lést í umferðarslysi á Barónsstíg

Mynd með færslu
 Mynd: Alexander Kristjánsson - RÚV
Maður á þrítugsaldri lést eftir að ekið var á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í miðborg Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöld.

Hann var á rafhlaupahjóli en ekki er vitað hvernig slysið bar að. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að hjólið og rútan hafi lent saman. Áreksturinn varð á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Farþegum rútunnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV