Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Herjólfur kemst ekki frá Þorlákshöfn vegna bilunar

20.11.2022 - 23:23
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Á annað hundrað farþegar eru um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sem hefur ekki komist brott frá Þorlákshöfn vegna bilunar í hurð á stefni skipsins. Unnið er að viðgerð en tilkynning verður gefin út varðandi brottför um leið og henni lýkur.

Greint er frá biluninni á Facebook-síðu Herjólfs ohf. en í athugasemdum má greina óánægju með samskiptaleysi við farþega. Til stóð að Herjólfur sigldi frá Þorlákshöfn klukkan 20:45 í kvöld. 

Mynd með færslu
 Mynd: Herjólfur ohf/Facebook
markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV