Lokasamþykkt COP27 í uppnámi vegna andstöðu ESB

19.11.2022 - 10:32
epa10313900 Members of the media listen as European Commission Vice-President in charge of the European Green Deal Frans Timmermans (C) speaks at the 2022 United Nations Climate Change Conference (COP27), in Sharm El-Sheikh, Egypt, 19 November 2022. The 2022 United Nations Climate Change Conference (COP27), runs from 06 to 18 November, and is expected to host one of the largest number of participants in the annual global climate conference as over 40,000 estimated attendees, including heads of states and governments, civil society, media and other relevant stakeholders will attend. The events will include a Climate Implementation Summit, thematic days, flagship initiatives, and Green Zone activities engaging with climate and other global challenges.  EPA-EFE/SEDAT SUNA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Evrópusambandið hafnar tillögum sem Egyptar lögðu til á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Frökkum þóttu tillögur Egypta ekki ganga nógu langt og dygðu ekki til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Þjóðarleiðtogar reyna nú að koma sér saman um lokasamþykkt ráðstefnunnar í Egyptalandi, en henni átti að ljúka í gær. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir betra að ekkert samkomulag verði raunin en að þetta verði niðurstaðan.

Loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi átti að ljúka í gær en það virðist ætla að ganga illa að komast að samkomulagi og því búist við að henni ljúki ekki fyrr en á morgun. Hvort lokasamþykkt liggi fyrir þá er enn óvíst því andstaða er við sáttatillögur Egypta. Sameh Shoukry, sem stýrir ráðstefnunni, segir að málamiðlun sem Egyptar leggi til ætti að duga til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins en því hafna fulltrúar nokkurra evrópuríkja. Shoukry sagði á fréttamannafundi í morgun að lang flest ríkin væru sátt við tillöguna en það þyrfti að ræða útfærslunar nánar. „Heimurinn fylgist með, tíminn er ekki með okkur í liði en það þurfi líka sveigjanleika. Það sé engin fullkomin lausn,“ sagði Shoukry í morgun.

Evrópusambandið tilkynnti óvænt í gærmorgun um stuðning við sérstakan bótasjóð fyrir þau ríki sem finna hvað mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Hvorki Bandaríkin né Kína hafa ákveðið hvort þau styðji bótasjóðinn, en hann er eitt af því sem hefur verið hvað mest til umræðu á ráðstefnunni í Egyptalandi sem hefur staðið síðastliðnar tvær vikur.