Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fjórir Palestínumenn féllu í árás á Vesturbakkanum

epa10257263 A Palestinian tries to get his bicycle back from Israeli security forces during clashes in the city center of the West Bank city of Hebron, 21 October 2022. Palestinian factions called for fresh protests against what they call 'Israeli violations', including the ongoing tight siege on Nablus and intensifying settler attacks on Palestinians in the West Bank cities.  EPA-EFE/ABED AL HASHLAMOUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjórir Palestínumenn féllu í árás ísraelskra öryggissveita á Nablus á Vesturbakka Jórdanar snemma í nótt. Palestínsk stjórnvöld greina frá þessu og segja nítján hafa særst þar af þrír alvarlega.

Ísraelsher staðfestir í stuttri fréttatilkynningu að efnt hafi verið til aðgerða í Nablus. Íslamska jíhad hótar hefndaraðgerðum.

Undanfarnar vikur hafa ungir palestínskir menn búsettir í Nablus, sumir tengdir samtökum á borð við Fatah, Hamas og íslamska Jíhad, skipulagt aðgerðir gegn Ísraelsmönnum.

Mennirnir mynduðu með sér samtök sem þeir kalla Areen al-Ossoud, eða Greni ljónsins og þau lýstu yfir ábyrð á mannskæðri atlögu að ísraelskum hermönnum á Vesturbakkanum fyrir hálfum mánuði.

Einn leiðtoga Palestínumanna, Ibrahim al-Nabulsi, kallaður Ljónið í Nablus, var þekktur fyrir að hvetja ungmenni til baráttu en Ísraelsher skaut hann til bana í ágúst.

Upp frá því varð al-Nabulsi alþýðuhetja meðal Palestínumanna á samfélagsmiðlum. Ísraelsmenn hafa sett upp varðstöðvar í Nablus þar sem fylgst er með ferðum fólks til og frá borginni.