Guðjón Ketilsson er fæddur 1956 og er sjötti listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi.
„Þetta er einn okkar ástsælasti listamaður þannig það eru margir sem þekkja verkin hans,“ segir Markús Þór Andrésson sýningarstjóri. „En svo er svo gaman að taka þessu ólíku verk hans saman, þau eru frá ólíkum tíma og margt í gangi. Hann fer úr einu í annað, bæði efnislega og hugmyndafræðilega þannig að verkin eru hvert öðru ólíkara. En það er rauður þráður í gegn sem snýst um hversdagslífið, tilveruna frá degi til dags, láta lífið koma sér á óvart, koma auga á það sem er í kringum okkur í hversdeginum og vinna með það.“