Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sleppt úr haldi - Ekki grunur um manndráp

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mennirnir tveir sem voru í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á andláti konu nærri Laugardal um helgina hafa verið látnir lausir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er grunur á að andlát konunnar hafi borið að með refsiverðum hætti.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að við skoðun lögreglu og réttarmeinafræðings á vettvangi í upphafi málsins hafi komið fram óljósir þættir sem þörfnuðust frekari skoðunar. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar. Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV