Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Samtök Navalnys hyggjast mótmæla herkvaðningu

epa07879914 The Russian opposition's mayoral candidate Alexei Navalny  attends an opposition rally in support of political prisoners in Moscow, Russia, 29 September 2019. Some 20,000 people reportedly attended the rally in Moscow demanding the release of previously detained protesters.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Samtök rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny hyggjast opna skrifstofur sínar að nýju með það að markmiði að berjast gegn stríðsrekstri Rússa í Úkraínu.

Samtök Navalnys voru leyst upp í Rússlandi og hið opinbera skilgreinir hann og helstu samstarfsmenn hans sem ofstækis- og hryðjuverkamenn.

Nú hafa samtökið risið upp að nýju með það að markmiði að standa gegn þeirri herkvaðningu sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti boðaði í september. Ivan Zhdanov, náinn samverkamaður Navalnys, greindi frá ákvörðuninni á samfélagsmiðlum.

Ákvörðunin um herkvaðningu nær til um 300.000 manns en þetta er fyrsta herkvaðningin í Rússlandi frá því í seinni heimsstyrjöld. 

Mikill vandi blasir við stjórnarandstæðingum í Rússlandi en allt frá því innrásin í Úkraínu hófst í febrúar hefur mikill fjöldi andstæðinga Pútíns ýmist flúið land eða verið fangelsaður.