Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eru veggjöld lausnin á vandanum við Vatnsnesveg?

05.10.2022 - 16:15
default
 Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Um sextíu manns sóttu í gærkvöldi fund í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem kynntar voru hugmyndir um að flýta vegaframkvæmdum með vegjgöldum. Á fundinum var sérstaklega vísað til Vatnsnesvegar sem lengi hefur verið barist fyrir endurbótum á.

Gæti flýtt framkvæmdum við Vatsnnesveg 

Haraldur Benediktsson, alþingismaður, kynnti hugmyndir sínar um hvernig flýta mætti framkvæmdum á tengivegum. Einn slíkur er Vatnsnesvegur, um 70 kílómetra malarvegur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Vegurinn hefur oft verið til umfjöllunar síðustu ár vegna ástands hans. Úrbætur hafa lengi verið baráttumál sveitarstjórna Húnaþings vestra. Sú barátta skilaði árangri þegar vegurinn var settur inn á samgönguáætlun en framkvæmdir þó ekki áætlaðar fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, eftir áratug eða meira.

Sjá einnig: Umboðsmaður barna pressar á nýjan Vatnsnesveg

Heimafólk spennt fyrir hugmyndinni

Haraldur Benediktsson sem er þingmaður í kjördæminu segir að það þurfi ekki endilega að bíða svo lengi. „Kjarninn í hugmyndafræðinni er bara þessi, að þú heimilir stofnun félags og lántöku til þess að koma henni áfram. Raunverulega er þá veggjöldin til þess að flýta framkvæmdinni þangað til fjármunir af samgönguáætlun falla til framkvæmdarinnar, “ segir Haraldur.

Hann segir heimamenn hafa tekið vel í hugmyndina. „Ósköp vel, það sem ég er ánægðastur með er að sveitarstjórnin tók einhuga undir og ætlar núna sjálf að hafa frumkvæði í málinu og vinna það síðan áfram með íbúum.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Um 60 manns sóttu fundinn