Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gular viðvaranir á Vestfjörðum og Austfjörðum

04.10.2022 - 07:06
Drangsnes strandir vestfirðir bæjir grímsey
 Mynd: Jóhannes Jónsson - ruv.is
Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum þar sem mikil úrkoma hefur verið í nótt. Viðvörunin verður í gildi fram eftir morgni, en þegar líður á daginn á að draga úr vætunni. Einnig hafa verið gefnar út gular viðvaranir fyrir Vestfirði og Norðurland vestra.

Búist er við norðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og rigningu víða, en roki og úrkomu á norðvesturhlutanum, allt að 18 metrum á sekúndu. Búist er við því að það kólni í veðri eftir því sem líður á daginn, svo úrkoman gæti breyst í slyddu eða snjókomu til fjalla á norðvesturhluta landsins. Vegna þessa eru gular viðvaranir í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra frameftir morgundeginum.

Á morgun á að lægja vestanlands, en bæta í vindinn fyrir austan. Útlit er fyrir hvassa vestanátt á Austurlandi seinni partinn. Áfram rigning á Norðurlandi og slydda eða snjókoma til fjalla.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV