Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tvær konur og einn karlmaður í gæsluvarðhald

03.10.2022 - 21:47
Mynd með færslu
 Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Tvær konur og einn karlmaður voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að morði í heimahúsi í Ólafsfirði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er úrskurðurinn í samræmi við það sem lögregla fór fram á. Fjórir voru handteknir í morgun en einum hefur nú verið sleppt. Þremenningarnir komu fyrir dómara Héraðsdóms Norðurlands eystra á Akureyri um kvöldmatarleytið. 

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn með eggvopni en hann var gestkomandi í húsinu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vera með nokkuð skýra mynd af því sem átti sér stað, en rannsókn sé þó enn á frumstigi og verið sé að afla gagna til að skýra þá mynd enn frekar. Íbúar í bænum eru harmi slegnir. Viðbragðsteymi Rauða krossins býður fram aðstoð sína og kyrrðarstund var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld.