Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sendiherra Rússlands fór á fund ráðuneytisstjóra

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Eggert Þór Jónsson - RÚV
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Mikhaíl Noskov, var í dag kallaður á fund Martins Eyjólfssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, þar sem honum var tjáð einörð afstaða íslenska ríkisins til innlimunar Rússa á fjórum héruðum í austanverðri Úkraínu.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundurinn stuttur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ekki viðstödd.

Sendiherrar Rússlands víða á Vesturlöndum hafa að undanförnu verið kallaðir á álíka fundi viðkomandi ríkja vegna innlimunar Rússa á héruðunum Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. 

Greint er frá því að Noskov hafi komið á fund í utanríkisráðuneytinu í dag á twittersíðu ráðuneytisins. Þar segir að Íslandi viðurkenni aldrei hin innlimuðu héruð sem yfirráðasvæði Rússlands.

oddurth's picture
Oddur Þórðarson
Fréttastofa RÚV