Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fann sjaldgæfa trjásvefnmús eftir tveggja ára leit

02.10.2022 - 13:56
Erlent · Náttúra · BBC · Erlent · nagdýr · Náttúra · svefnmús · trjásvefnmús
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot af BBC - BBC
Sjaldgæft nagdýr sem hafði ekki sést í tuttugu ár fannst nýverið í skógi í Austurríki.

Nagdýrið er svokölluð trjásvefnmús, en Anna-Sophie Pirtscher, sú sem fann músina, hafði leitað hennar í tvö ár, að því er segir í frétt BBC. Hún fannst í skógi í Salzburg í Austurríki. 

„Það er magnað að finna loksins trjásvefnmús eftir tvö ár og halda á henni,“ segir Anna. 

Lítið er vitað um tegundina. Trjásvefnmýs fara í dvala á veturna og því keppast sérfræðingar nú um að komast að eins miklu um tegundina og hægt er, áður en svefnmúsin býr um sig fyrir veturinn. 

Svefnmýs eru smá nagdýr sem finnast víða í Evrópu, Asíu, Afríku og á japönskum eyjum. Svefnmýs eru í raun og veru ekki mýs, heldur tilheyra þær annarri ætt nagdýra.

Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir
Fréttastofa RÚV