Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hvetur til beitingar kjarnorkuvopna

01.10.2022 - 17:29
epa10215716 Chechnya's regional President Ramzan Kadyrov before a ceremony to sign treaties on new territories' accession to Russia at the Grand Kremlin Palace in Moscow, Russia, 30 September 2022. From 23 to 27 September, residents of the self-proclaimed Luhansk and Donetsk People's Republics as well as the Russian-controlled areas of the Kherson and Zaporizhzhia regions of Ukraine voted in a so-called 'referendum' to join the Russian Federation.  EPA-EFE/MIKHAIL METZEL/SPUTNIK/KREMLIN POOL MANDATORY CREDIT
Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu. Mynd: EPA - RÚV
Hersveitir Rússa hafa hörfað frá bænum Lyman í úkraínska héraðinu Donetsk. Hernaðarlegt vægi bæjarins er mikið en Rússar hafa notað hann sem birgðastöð. Sigur Úkraínumanna í Lyman þykir opna á frekari sigra í austurhéruðum landsins.

Þótt Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi í gær formlega innlimað fjögur úkraínsk héruð í rússneska ríkið hefur það lítið að segja á vígvellinum. Enn er barist um yfirráð yfir héröðunum í austurhluta Úkraínu og Úkraínumönnum hefur orðið nokkuð ágengt síðustu daga og vikur.

Rússneskar hersveitir hafa um helgina hörfað frá bænum Lyman í héraðinu Donetsk. Rússneski herinn viðurkennir þetta í yfirlýsingu. Á samfélagsmiðlum má sjá úkraínska hermenn veifa þjóðfánanum í útjaðri bæjarins, sigri hrósandi. Bærinn þykir hernaðarlega mikilvægur og opnar á frekari framsókn Úkraínumanna í héruðunum Donetsk og Luhansk.

Ramzan Kadyrov, einráður í sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu, og leppstjóri Rússa, gagnrýnir herforingjann sem leiddi varnir Rússa við Lyman. Þá segir hann Vladimir Pútín Rússlandsforseta þurfa að grípa til harðra aðgerða, setja á herlög við landamæri Úkraínu og nota það sem hann kallar "smáar kjarnorkusprengjur" gegn Úkraínumönnum.

Í gær bárust fréttir af því að Rússar hefðu handsamað Ihor Murashov, yfirmann kjarnorkuversins í Zaphorizia. Harðir bardagar hafa staðið um kjarnorkuverið með hléum frá innrásinni en verið er nú undir rússneskri stjórn.
Murashov hefur ekki verið Rússum samvinnuþýður og neitað að vinna að því að koma verinu undir stjórn rússnesku kjarnorkustofnunarinnar, Rosatom.