Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Svissneskir jöklar hopa sem aldrei fyrr

28.09.2022 - 08:26
epa09913774 Competitors climb on their way to the 'Col De Riedmatten' pass and 'Col De Tsena Refien' pass, during the 22nd Glacier Patrol race near Arolla, Switzerland, 28 April 2022. The Glacier Patrol (Patrouille des Glaciers in French), organized by the Swiss Army, takes place during the week of 25 April to 01 May. Highly-experienced hiker-skiers trek for over 57,5km (4386m ascent and 4519m descent) along the Haute Route along the Swiss-Italian border from Zermatt to Verbier.  EPA-EFE/ANTHONY ANEX
 Mynd: EPA - RÚV
Rúmmál svissneskra jökla rýrnaði um sex prósent á síðasta ári, og hafa þeir ekki rýrnað meira á einu ári frá því mælingar hófust. Ástæðan er sögð einkar þurr vetur og langvarandi hitabylgjur í sumar.

Þetta kemur fram í rannsókn jöklarannsóknarnefnd Svissnesku akademíunnar (CC).

Skýrsluhöfundar segja árið hafa verið hörmulegt fyrir svissneska jökla, en til samanburðar taldist það eitt sinn yfirgengilegt ef jöklar hopuðu um tvö prósent á einu ári. Rúmmálstap jöklanna nemur um þremur rúmkílómetrum — þrjú þúsund milljörðum líta.

„Til skamms tíma er ómögulegt að reyna að snúa þróuninni við,“ hefur AFP eftir jöklafræðingnum Matthias Huss, yfirmanni jöklarannsóknarstofnunar landsins. En takist að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu væri í besta falli hugsanlegt að bjarga þriðjungu rúmmáls svissneskra jökla. Að öðrum kosti verða svissneskir jöklar horfnir undir lok aldar.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV