Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Segja 99,2% kjósenda í Donetsk fylgjandi innlimun

28.09.2022 - 13:55
Erlent · Donetsk · Luhansk · Rússland · Úkraína
epa10207653 A woman casts her ballot during voting in a so-called referendum on the joining of Russian-controlled regions of Ukraine to Russia, in a hospital in Berdyansk, Zaporizhzhia region, Ukraine, 25 September 2022. From 23 to 27 September, residents of the self-proclaimed Luhansk and Donetsk People's Republics as well as the Russian-controlled areas of the Kherson and Zaporizhzhia regions of Ukraine are voting in ''referendums'' to join the Russian Federation that Ukraine call a farce. On 24 February 2022 Russian troops entered the Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'Special Military Operation', starting an armed conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/STRINGER
Kosningar á spítala í Saporizhia. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti íbúa fjögurra héraða í Úkraínu hafi greitt atkvæði með innlimun í Rússland. Kosningarnar hafa staðið yfir síðan á föstudag og fyrstu fjóra dagana gengu fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi hús úr húsi, í fylgd vopnaðra hermanna. Þjóðverjar ætla ekki að viðurkenna niðurstöðuna.

Ólíklegt er talið að erlend ríki eigi eftir að viðurkenna innlimunina og leiðtogar Vesturvelda hafa margir lýst því yfir að kosningarnar hafi verið sviðsettar.

Rússnesk stjórnvöld segja að 98,2 prósent kjósenda í Luhansk vilji ganga í Rússland, 99,2 prósent í Donetsk, 87 prósent í Kherson og 93,1 prósent í Saporísja. Ekkert alþjóðlegt kosningaeftirlit var í héröðunum. Leiðtogar Rússa þar hafa formlega beðið Rússlandsforseta að innlima ríkin. Búist er við að það geri hann á föstudag. 

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að Þýskaland eigi aldrei eftir að viðurkenna kosningarnar í héröðunum sem réttmætar. Þetta sagði hann í samtali við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í síma í dag. Kanslarinn lýsir kosningunum sem fals-kosningum.