Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lúxusfleyta rússnesks auðkýfings seld á 5,4 milljarða

epa07436734 Chairman of the Board of Directors at Russian steel pipe manufacturer Trubnaya Metallurgical Company (TMK) Dmitry Pumpyansky attends the Congress of Russian Union of Industrialists and Entrepreneurs (RSPP) in Moscow, Russia, 14 March 2019. The congress took place as part of the Russian Business week organized by RSPP.  EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV
Dimitri Pumpiansky er þungavigtarmaður í rússneksum stáliðnaði.  Mynd: epa
Lúxusfleyið Axioma, snekkja rússneska auðkýfingsins Dimitri Pumpiansky, var á þriðjudag seld á uppboði fyrir 37,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 5,4 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld á Gíbraltar kyrrsettu snekkjuna í mars á þessu ári að kröfu bandaríska bankans JP Morgan, sem vísaði í bresk lög um refsiaðgerðir gegn Rússlandi og tilgreindum rússneskum ríkisborgurum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Lystisnekkjan Axioma, sem er 72 metra löng, með sex þilför, kvikmyndahús og tvær stórar sundlaugar, hefur siglt undir maltnesku flaggi. JP Morgan-bankinn hafði lánað fyrirtæki skráðu í skattaskjólinu Bresku Jómfrúreyjum 21,5 milljónir evra, jafnvirði um þriggja milljarða íslenskra króna, til kaupa á snekkjunni árið 2021.

Einn helsti eigandi þessa fyrirtækis var fyrirtæki sem skráð var með höfuðstöðvar í öðru skattaskjóli, Kýpur. Eigandi þess reyndist vera Pumpiansky, formaður forstjórasamtaka rússneskra stálframleiðenda, sem er á lista breskra yfirvalda yfir rússneska ríkisborgara sem sæta viðskiptabanni.

Samkvæmt frétt Gibraltar Chronicle bárust 63 boð í bátinn áður en hann var sleginn ónefndum kaupanda fyrir 37,5 milljónir dollara. Söluandvirðið fer að miklu leyti til JP Morgan og annarra lánardrottna auðkýfingsins rússneska.