Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gagnrýnir aðgerðir Breta

epaselect epa10207071 UK and US currencies  displayed on a table as the British Pound reaches a record low against the US dollar, in London, Britain, 26 September 2022. The sterling's crash against the dollar comes after Britain's Chancellor of Exchequer Kwasi Kwarteng promised more tax cuts on top of the biggest tax cuts in decades announced last week, pushing the British pound close to 1.03 USD, the weakest it has ever been on record.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
 Mynd: EPA
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur varað við að aðgerðir breskra stjórnvalda í efnahagsmálum, sem ætlað er að slá á verðbólgu þar í landi, geti í raun aukið verðbólgu og ójöfnuð í landinu. 

Kwasi Kwarteng, fjármálaráðherra í ríkisstjórn Liz Truss, kynnti í síðustu viku svokallaða smá-fjárhagsáætlun í breska þinginu, þar sem boðaðar voru umfangsmiklar skattalækkanir, frysting á orkuverði og aðgerðir til að koma til móts við heimili og fyrirtæki í landinu vegna mikillar verðbólgu.

Óttast er að skuldir ríkisins aukist til muna vegna aðgerðanna og að þær gagnist þeim ríku talsvert meira en þeim verst settu. Pundið hefur hríðfallið síðan Kwarteng kynnti aðgerðirnar á föstudag og hefur aldrei verið lægra gagnvart dollarnum. 

Í tilkynningu frá breska fjármálaráðuneytinu segir að stjórnvöld hafi brugðist hratt við ytri aðstæðum til að vernda heimilin og fyrirtækin í landinu, sérstaklega í ljósi hækkunar á orkuverði.

„Við erum að einbeita okkur að vexti hagkerfisins til að auka lífsgæði fyrir alla,“ segir í tilkynningunni.