Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tilkynnt um samþykkta innlimun í öllum héruðunum

epa10209602 Local election commission members pull out ballots for vote counting in a so-called 'referendum' on the joining of Russian-controlled regions of Ukraine to Russia, at a polling station in Melitopol, Zaporizhzhia region, southeastern Ukraine, 27 September 2022. From 23 to 27 September, residents of the self-proclaimed Luhansk and Donetsk People's Republics as well as the Russian-controlled areas of the Kherson and Zaporizhzhia regions of Ukraine voted on a so-called 'referendum' to join the Russian Federation. On 24 February 2022 Russian troops entered the Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'Special Military Operation', starting an armed conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talsmenn aðskilnaðarsinna í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að mestu leyti á valdi Rússa tilkynntu í kvöld að yfirgnæfandi meirihluti íbúa sem tóku þátt í sviðsettum atkvæðagreiðslum um helgina hefðu samþykkt innlimun héraðana í Rússland.

Þessar svokölluðu atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir síðan á föstudag í Kherson, Zaporizhzhia, Luhansk og Donetsk. Tilkynnt var um úrslit í Donetsk laust fyrir klukkan tíu í kvöld og voru úrslitin þar sögð þau sömu og í hinum héruðunum þremur.

Síðan á föstudag hafa vopnaðir hermenn gengið hús úr húsi og safnað atkvæðum, en kjörstaðir voru opnaðir í dag. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt þessar sýndarkosningar og sagt þær vera ólöglegar; stjórnvöld í Úkraínu segja þær engu breyta um gang átakanna í austurhluta landsins.