Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lögregla og björgunarsveitir leituðu að unglingsstúlku

27.09.2022 - 04:02
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að unglingsstúlku ásamt lögreglumönnum í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt.

Í nótt bárust þau tíðindi að dregið hefði verið úr leitinni vegna nýrra upplýsinga. Vísir greinir frá þessu og segir lögreglu hafa notað dróna við eftirgrennslan sína og björgunarsveitarmenn hafi verið með leitarhunda sér til fulltingis. Málið mun ekki tengt saknæmri háttsemi, að því er lögregla segir í samtali við Vísi.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV