Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Glæpavarnir og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, eða afbrotavarnir, eins og dómsmálaráðherra kallar það, er tilbúið. Ráðherra tilkynnti þetta í síðustu viku, en tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð og voðaverk eru orðin sem lögreglan notaði í tengslum við þetta mikla mál. Mál án fordæma á Íslandi. Þetta helst fjallar í dag um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.

Hægt er að hlusta á Þetta helst í spilaranum hér að ofan og í Spilara RÚV.