Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Íransstjórn mótmælt í París og Lundúnum

epa10206028 French riot police stops demonstrators to approach the Iranian embassy, the final point of the demonstration, during a protest against Iran, in Paris, France, 25 September 2022. Under the call of several human rights organizations such as 'Licra' or France Fraternite, hundreds of people demonstrated on the November 11 square in Paris to protest against repression in Iran after the death of the Kurdish women Mahsa Amini by the moral police.  EPA-EFE/TERESA SUAREZ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögregla í Lundúnum og París stöðvaði mótmælendur frá því að halda að sendiráði Írans í borgunum báðum. Hörð átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda.

Parísarlögregla íklædd varnarbúningum beitti táragasi og öðrum búnaði til að aftra óeirðum, við að stöðva för um fjögur þúsund mótmælenda að sendiráðinu.

Einn var handtekinn og lögreglumaður meiddist lítilega. Kölluð voru vígorð gegn Íran og æðsta leiðtoganum Ajatollanum Ali Khamenei. Einnig sungu viðstaddir „zan, zendegi, azadi!“, eða „kona, líf, frelsi,“ eins og mótmælendur í Íran hafa gert undanfarna daga.

Tilgangurinn var að sýna stuðning og lýsa andúð á framferði stjórnvalda og siðgæðislögreglu landsins en ung kúrdísk kona lést eftir handtöku í liðinni viku.

Emmanuel Macron forseti Frakklands var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa heilsað Ebrahim Raisi forseta Írans hlýlega með handabandi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

AFP-fréttaveitan hefur eftir Nínu, fransk-íranskri konu sem ekki vildi gefa upp ættarnafn sitt, að löngu væri orðið tímabært að Íranar segðu heimsbyggðinni frá stöðu mála í heimalandinu.

Mótmælendur í Lundúnum reyndu að komast gegnum varnargarða við íranska sendiráðið en það leiddi af sér handtöku minnst tólf en fimm lögreglumenn eru sagðir illa særðir eftir. Lögreglan var grýtt múrsteinum, flöskum og öðru lauslegu.