Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Eldflaugaskot í aðdraganda heræfinga

epa05193753 An undated photograph made available on 04 March 2016 by the North Korean news agency KCNA showing the test-firing of new-type large-caliber multiple launch rocket system. North Korea fired several short-range rockets off its the eastern coast 03 March 2016, South Korea said, just hours after the UN imposed its strictest sanctions ever on Pyongyang. The rockets were fired from Wonsan on the east coast, and all fell in the sea, a Defence Ministry spokesman said. While attending the rocket test Kim Jong Un, supreme commander of the Korean People's Army, said the military should also be ready to carry out pre-emptive attacks, North Korea's official KCNA news agency reported. North Korea's nuclear weapons should be ready for use at 'any moment,' leader Kim Jong Un said, according to state media, amid heightened tensions on the Korean peninsula.  EPA/KCNA
 Mynd: EPA - KCNA
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft úr kafbáti í dag samkvæmt upplýsingum hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Örfáir dagar eru síðan bandarískt flugmóðurskip kom þangað til sameiginlegra heræfinga.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu komust nýlega á snoðir um að nágrannar þeirra hygðust skjóta eldflaug á loft frá kafbáti. Það gerðist seinast í maí en Norður-Kóreumenn hafa verið iðnir við kolann það sem af er ári.

Meðal annars skutu þeir upp ofurhljóðfrárri flaug snemma árinu. Slíkar flaugar ferðast á fimmföldum hljóðhraða og því erfiður ljár í þúfu eldflaugavarnarkerfa.

Herforingjaráð Suður-Kóreu greindi frá því í gærkvöld að óþekktri gerð flaugar hefði verið skotið á loft og hefði loks skollið í Japanshaf. 

Strandgæsla Japans staðfesti líkindi þess að eldflaug hefði lent í hafinu og hvatti sjófarendur til varkárni. Þeir skyldu varast að nálgast nokkuð brak á yfirborði sjávar heldur tilkynna strandgæslunni það tafarlaust. 

Kamala Harris væntanleg til Suður-Kóreu

Kjarnorkuknúna flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess lögðust að bryggju í hafnarborginni Busan, sunnanvert í Suður-Kóreu, á föstudag.

Sameiginlegar heræfingar verða haldnar næstu daga undan austurströnd landsins og á fimmtudag funda þau Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Yoon Suk-yeol forseti Suður-Kóreu. 

Norður-Kóreumenn álíta æfingarnar undirbúning fyrir innrás í ríkið og á sama tíma vara bandarískir og suðurkóreskir embættismenn við fyrirhugaðri kjarnorkutilraun norðanmanna.