Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

30 sekúndna bæting á maraþonheimsmeti - Sjáðu sprettinn

Mynd: EPA-EFE / EPA

30 sekúndna bæting á maraþonheimsmeti - Sjáðu sprettinn

25.09.2022 - 10:52
Eliud Kipchoge frá Kenía setti í morgun heimsmet í maraþoni þegar hann hljóp í Berlínarmaraþoninu á 2:01:09. Hann bætti þar eigið heimsmet um heilar þrjátíu sekúndur en það setti hann árið 2018 í sama maraþoni.

Kipchoge er 37 ára gamall, tvöfaldur Ólympíumeistari í greininni, og margfaldur meistari í hinum ýmsu maraþonum. Fyrir hlaupið í morgun hafði hann ekki viljað gera ráð fyrir heimsmeti en strax frá byrjun leit hlaupið vel út og magnað heimsmet reyndist svo raunin. 

Berlínarmaraþonið var sýnt í beinni útsendingu á RÚV í morgun. Lokasprett Kipchoge má sjá í spilaranum hér efst á síðunni, Arnar Pétursson og Elvar Páll Sigurðsson lýstu.