Kipchoge er 37 ára gamall, tvöfaldur Ólympíumeistari í greininni, og margfaldur meistari í hinum ýmsu maraþonum. Fyrir hlaupið í morgun hafði hann ekki viljað gera ráð fyrir heimsmeti en strax frá byrjun leit hlaupið vel út og magnað heimsmet reyndist svo raunin.
Berlínarmaraþonið var sýnt í beinni útsendingu á RÚV í morgun. Lokasprett Kipchoge má sjá í spilaranum hér efst á síðunni, Arnar Pétursson og Elvar Páll Sigurðsson lýstu.