Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Viðvaranir orðnar appelsínugular fyrir morgundaginn

24.09.2022 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofan - Skjáskot
Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir sínar fyrir morgundaginn og eru þær orðnar appelsínugular. Þær taka gildi á Norðaustur- og Suðausturlandi klukkan níu í fyrramálið og svo klukkan tíu á Austurlandi og Austfjörðum, vegna hvassviðris og ofankomu. 

Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni og ítrekað er að ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum.

„Á morgun, sunnudag snýst í norðvestan storm eða rok á austurhelmingi landsins. Þá mun snögg kólna með slyddu eða snjókomu á heiðum og fjallvegum á Norður- og Austurlandi,“ segir í athugasemd veðurfræðings.

Seinni partinn í dag og í kvöld taka hins vegar gular viðvaranir gildi um mestallt land vegna hvassviðris. Sérstaklega er bent á að huga að garðhúsgögnum og trampólínum sem gætu farið á flug.