Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Um 700 handteknir í mótmælum gegn herkvaðningu

epa10203705 Russian policemen detain a person taking part in an unauthorized protest against Russia's partial military mobilization due to the conflict in Ukraine, in downtown Moscow, Russia, 24 September 2022. Russian President Putin announced in a televised address to the nation on 21 September, that he signed a decree on partial mobilization in the Russian Federation. Russian citizens who are in the reserve will be called up for military service. On 24 February 2022 Russian troops entered the Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'Special Military Operation', starting an armed conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talið er að um 700 mótmælendur hafi verið handteknir í Rússlandi í dag í tengslum við mótmæli gegn herkvaðningu þar í landi.

Örfáir dagar eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðaði herkvaðningu varnarliðs rússneska hersins, alls um 300 þúsund manns. 

Í kjölfarið hefur fjöldi Rússa flúið land. Mikil umferð var um landamæri Rússlands og Finnlands, sem leiddi til þess að finnsk stjórnvöld lokuðu landamærunum fyrir rússum. Einnig hefur bílaumferð um landamæra Rússlands og Georgíu aukist mikið.

Mótmælafundir voru haldnir í rúmlega þrjátíu borgum víða um Rússland, en um helmingur þeirra sem hafa verið handteknir mótmæltu í Moskvu, samkvæmt upplýsingum eftirlitsstofnunarinnar OVD-Info.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV