„Vil nú byrja á að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og Bikarmeistaratitilinn. Staðan hjá okkur í dag var bara þannig að ég trúi varla hvað leikmenn lögðu mikið í þetta, vitandi það að þetta er búin að vera erfið staða. Það verður bara að hrósa hópnum og leikmönnum sem eru í kringum þetta eru hversu góðar þær voru“.
Það er ljóst að Afturelding mun fylgja KR niður úr Bestu deild kvenna og því er forvitnilegt að vita hvað tekur við hjá liðinu.
„Það sem tekur við núna er bara hvert við ætlum að stefna. Þetta er allavega frábær hópur. Bara halda áfram að byggja þetta upp og gera þetta vel. Sérð það að mótlætið sem þessar stelpur eru búnar að lenda í þetta sumar og við öll bara. Ég sagði við stelpurnar inn i klefa að ef þú lendir aldrei í mótlæti þá nærðu aldrei árangri og það er bara þannig sem við tókum þetta. Það er alltaf hægt að væla um að það vantar hinn og þennan en leikmennirnir hugsuðu bara alltaf um næsta verkefni og mæta svona atvinnumannaliði hér í dag með þetta hugarfar í næst síðasta leik er bara frábært“.
Afturelding á einn leik eftir í Bestu deild kvenna að þessu sinni en það er við ÍBV laugardaginn 1.október kl.14:00.