Víkingur staðarlistamaður í South Bank Centre í London

Mynd með færslu
 Mynd: Philharmonia / Mark Allan - Philharmonia

Víkingur staðarlistamaður í South Bank Centre í London

23.09.2022 - 15:30

Höfundar

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hóf í gær vist sína sem staðarlistamaður við menningarmiðstöðina South Bank Centre í miðborg London. Á tónleikum með Fílharmoníusveit Lundúna í gærkvöld í tónleikasalnum Royal Festival Hall lék Víkingur Heiðar einleik undir stjórn finnska stjórnandans Santtu-Matias Rouvali.

Víkingur tókst á við krefjandi einleikshlutverk í píanókonserti bandaríska tónskáldsins Must the Devil Have All the Good Tunes?  en á morgun leikur hann einleikstónleika í sal Elísabetar drottningar í menningarmiðstöðinni. 

Nánari upplýsingar um tónleikahald Víkings í London má finna á vefsíðu South Bank Centre

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Ingvarsson - Tónverkamiðstöð
Anna Guðný Guðmundsdóttir var borin til grafar í gær.

Tileinkaði Önnu Guðnýju flutning

Að loknum flutningi á konserti Adams í gærkvöld lék Víkingur eigin útsetningu á verkinu Listin og stundirnar (The Arts and the hours) eftir franska barokktónskáldið Jean-Philippe Rameau, en flutninginn tileinkaði hann kollega sínum Önnu Guðný Guðmundsdóttur píanóleikara sem borin var til grafar í gær. Í færslu á fésbókinni sagði Víkingur Önnu hafa verið með hjarta úr gulli og fingur úr stáli; „Hún var sannur bandamaður í lífi og list.

Hér má heyra flutningi Víkings á þessu fallega lagi en hljóðritun frá tónleikum hans í kvöld verður flutt á þriðju útvarpsrás BBC á þriðjudag.