Minnst fimmtíu látnir í mótmælunum í Íran

23.09.2022 - 18:10
epa10197704 People clash with police during a protest  following the death of Mahsa Amini, in Tehran, Iran, 21 September 2022. Mahsa Amini, a 22-year-old Iranian woman, was arrested in Tehran on 13 September by the morality police, a unit responsible for enforcing Iran's strict dress code for women. She fell into a coma while in police custody and was declared dead on 16 September, with the authorities saying she died of a heart failure while her family advising that she had no prior health conditions. Her death has triggered protests in various areas in Iran and around the world. According to Iran's state news agency IRNA, Iranian President Ebrahim Raisi expressed his sympathy to the family of Amini on a phone call and assured them that her death will be investigated carefully. Chief Justice of Iran Gholam-Hossein Mohseni-Eje'i assured her family that upon its conclusion, the investigation results by the Iranian Legal Medicine Organization will be announced without any special considerations.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 50 mótmælendur hafa verið drepnir af öryggissveitum í Íran síðan mótmæli hófust í síðustu viku. Stjórnvöld ríkisins hafa leitað ýmissa leiða til að bæla niður mótmælin.

Fjölmenni hefur mótmælt á götum úti víða í Íran síðustu daga, í kjölfar þess að hin 22 ára Mahsa Amini lést eftir að hafa verið handtekin af siðgæðislögreglu landsins. Henni var gefið að sök að hafa ekki hulið hár sitt nógu vel undir hijab-slæðu sinni. 

Mótmælt er í um 80 borgum víðs vegar um landið. Í gær tilkynnti íranski herinn að hart yrði tekið á mótmælendunum til að tryggja frið og öryggi í landinu. Samkvæmt mannréttindasamtökunum IHR hafa öryggissveitir drepið minnst 50 mótmælendur.

Forseti ríkisins kallaði eftir því, á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York, að gerður verði greinarmunur á mótmælendum og skemmdarvörgum

Írönsk stjórnvöld hafa einnig reynt að bæla niður mótmælin með því að skerða internetsamband mótmælenda. Aðgangur að Instagram og samskiptaforritinu WhatsApp var skertur til muna; bæði fyrirtækin vinna nú að því að veita mótmælendum aðgang að forritunum.

Þá hafa verið haldnir gagnmótmælafundir til stuðnings íhaldssömum reglum um klæðnað og atferli í landinu. Þeir hafa flestir verið í höfuðborginni Theran, á vegum íranskra stjórnvalda.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV