Haustlegt um að litast

23.09.2022 - 07:01
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Í dag verður suðvestanátt, strekkingur norðvestanlands en annars hægari vindur. Það verður víða léttskýjað en skýjað með köflum vestanlands. Hiti 6 til 13 stig.

Það verður vaxandi suðvestanátt á morgun, hvassviðri eða stormur seint um daginn. Rigning á vestanverðu landinu en útkomulítið og hlýtt austanlands. Ökumenn ökutækja sem taka á sig mikinn vind skulu hafa varann á. 

Snýst í norðan og norðvestan hvassviðri eða storm á sunnudag og kólnar ört í veðri. Slydda eða snjókoma á Norður- og Norðausturlandi en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Síðdegis fer að lægja vestanlands. 

ingibjorgsg's picture
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir
Fréttastofa RÚV